today-is-a-good-day

Sunna Rannveig vann Mallory Martin

Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann Mallory Martin í atvinnuviðureign í blönduðum bardagalistum á Invicta 22 bardagakvöldinu í Kansas City í nótt.

Bardagin fór í þrjár lotur og Sunna vann eftir einróma dómakvörðun. Bardagin var afar spennandi og Sunna sendi kveðju til dóttur sinnar í hringnum eftir bardagann.

Sjá einnig: „Ég á tækifæri til að búa mér og dóttur minni gott líf og bjarta framtíð í gegnum þessa íþrótt“

Sunna gekk til liðs við Invicta Fighting Championships, sem er stórt bardagasamband í Bandaríkjunum, í apríl í fyrra. Hún varð þar með atvinnumaður í MMA, blönduðum bardagalistum, fyrst íslenskra kvenna.

Auglýsing

læk

Instagram