Svíar og Norðmenn völdu völdu framlag sitt í Eurovision: Rybak snýr aftur

Norðmenn og Svíar völdu framlag sitt í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gærkvöldi. Í Noregi var það Alexander Rybak sem stóð uppi sem sigurvegari með lagið That‘s How You Write a Song. Hjá Svíum var það Benjamin Ingrosso sem sigraði. Hlustaðu á lögin hér að neðan.

Alexander Rybak ætti að vera Eurovision aðdáendum kunnugur en hann vann keppnina árið 2009 með laginu Fairytale. Framlag Svía í ár heitir Dance you off en það er eins og áður segir hjartaknúsarinn Benjamin Ingrosso sem syngur lagið.

Eurovision söngvakeppnin fer fram í Lissabon í Portúgal dagana 8., 9. og 12. maí.

Rybak mætir aftur!

Benjamin Ingrosso með alvöru lag.

Auglýsing

læk

Instagram