Svikahrappur þykist ætla að gefa iPhone og fullt af fólki trúir honum

Nýr iPhone er væntanlegur. Eins og Nútíminn greindi frá í morgun hafa 15 síma þegar selst, þrátt fyrir að hefðbundin sala hefjist ekki fyrr en 9. október.

Taktu prófið! Átt þú að fá þér nýjan iPhone?

Eins og alltaf þegar nýr iPhone er væntanlegur nýtir fólk sér það til að sækja læk á Facebook-síðurnar sínar. Sumir ætla í alvöru að gefa einum heppnum þátttakanda síma á meðan aðrir eru bara að plata, eins og við sjáum hér fyrir neðan.

 

Í dag opnaði einhver Facebook-síðu sem Guðmundur Steinar Þorvarðarson, löggiltur fasteignasali

Viðkomandi setti svo inn þessi skilaboð og viðbrögðin stóðu ekki á sér. Þegar þetta er skrifað hafa 225 lækað, 342 deilt og 401 skilið eftir athugasemd. Á aðeins tveimur klukkustundum.

Við hjá stofunni erum í góðu skapi yfir nýju fésbókarsíðunni. Við erum í miklu gjafastuði og ætlum að gefa þennan iPhone…

Posted by Guðmundur Steinar Þorvarðarson – löggiltur fasteignasali on Wednesday, September 30, 2015

En er þessi maður til? Google finnur hann allavega ekki

Screen Shot 2015-09-30 at 18.57.30

Og hann finnst ekki heldur í Þjóðskrá

Screen Shot 2015-09-30 at 19.00.01

Og það er engin furða að símanúmerið hans finnst ekki í símaskránni, enda átta tölustafir

Screen-Shot-2015-09-30-at-18.50.23

Ekki trúa öllu sem þið lesið á internetinu.

Uppfært kl. 19.49: Myndin er af manni sem heitir Blair Brandt. Skoðið hann hér. Árvökull lesandi lét okkur vita.

Auglýsing

læk

Instagram