Svona eyðir maður einni og hálfri milljón á einum sólarhring á Íslandi

Blaðakonan Katie Becker á vefnum Coveteur fékk á dögunum það verkefni að eyða einni og hálfri milljón á einum sólarhring á Íslandi. „Við erum að tala um að versla, ferðast með einkabílstjóra, þyrluflug og sjávarréttamatseðil þar sem við pörum að sjálfsögðu vín með hverjum rétti,“ segir Katie í upphafi færslu sinnar á vefnum en hún nefnir einnig að stjörnur á borð við Gwyneth Paltrow og Beyoncé séu í hópi þeirra sem heimsótt hafa Ísland nýlega.

Katie mætti til Íslands um klukkan átta um morgun og hoppaði beint upp í Mercedes Benz-glæsikerru sem hún segir að hafi verið með WiFi. „Meira að segja armpúðarnir í hurðunum voru upphitaðir, kæru vinir,“ segir hún og bætir við að ef maður nennir ekki að dást að landslaginu geti maður bara horft á sjónvarpið í bílnum.

Auglýsing

Hún fór svo í Bláa lónið og fékk þar einkaherbergi með arineldi, einkaþjóni og hurð með lónið beint fyrir utan. Þar bættust tæplega 40 þúsund krónur við reikninginn en í hádeginu fékk hún þyrlu til að sækja sig og kostaði útsýnisflug um suðvesturhornið um 700 þúsund krónur.

Hún fór svo á Laugaveginn að versla, keypti föt í verslun Hildar Yeoman á rúmar 100 þúsund krónur og úr frá JS Watch Company á rúmlega 350 þúsund krónur. Hún kom svo við í Geysi og verslaði þar fyrir um 80 þúsund krónur.

Um kvöldið fór hún svo út að borða á Fiskmarkaðnum og fékk sér níu rétta smakkseðil og vín með hverjum rétti. Þar fóru um 30 þúsund krónur og loks gisti hún á Sandhótel í glæsilegri svítu — 150 þúsund kall fór þar.

Hún átti ekki mikið eftir af peningunum um morguninn og fékk sér morgunmat í Sandholti fyrir um 2.500 krónur.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing