Svona verður kaka ársins til

Kaka ársins er komin í bakarí landsins enda konudagurinn framundan á sunnudaginn. Bakarameistarinn Hilmir Hjálmarsson frá Sveinsbakaríi er höfundur kökunnar sem hann nefnir „Romm-tastic“. Eina skilyrðið í keppninni var að súkkulaðistykkið Rommý væri notað í kökuna en annars fengu bakarar landsins frjálsar hendur.

Nútíminn fékk að fylgjast með samsetningu kökunnar sem minnir helst á flókinn konfektmola. Hún er lagskipt og inniheldur m.a. súkkulaðibotn, kókosbotn, mulinn marengs og súkkulaðimús og er hjúpuð glansandi súkkulaði- og karamelluganas.

Byrjum á að sjá þegar Rommý súkkulaðinu er hrært saman við súkkulaði og rjóma. Ó já:

 

Botninn er klassískur brownie-botn. Nauðsynlegur, segjum við allavega.

1

Hér erum við með svokallað cara crakine sem er núggathnetumauk

2

Því næst kemur lag af Rommý-músinni. Hlutirnir eru að verða áhugaverðir

3

Svo er mulinn yfir púðursykurmarengs.

4

Og svo meiri súkkulaðimús

5

Og svo kókosbotn sem felur sig þarna í súkkulaðimús

6

Og aðeins meiri súkkulaðimús. Aldrei of mikið af súkkulaðimús

7

Næst kemur bananakaramellan. Það styttist í að við sturlumst úr einhvers konar kökufrygð hérna.

8

Meiri súkkulaðimús!

9

Allt gert slétt og fínt

10

Og loks hjúpað með glansandi karamelluganas sem inniheldur hvítt súkkulaði, rjómasúkkulaði og smá karamellu

11

Auglýsing

læk

Instagram