Swansea hafnar 40 milljóna punda tilboði Everton í Gylfa Sigurðsson

Auglýsing

Swansea hefur hafnað 40 milljón punda tilboði Everton í Gylfa Sigurðsson. Sky Sport greinir frá þessu. Liðið vill fá 50 milljón punda tilboði í kappann en hann á þrjú ár eftir af samningni sínum. Swansea hafnaði einnig 40 milljóna punda boði Leicester í Gylfa í vikunni.

Gylfi spilaði með Swansea í gærkvöldi. Liðið heldur nú í æfingarferð til Bandaríkjanna en hann mun ekki fara með vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð hans. Gylfi óskaði sjálfur eftir þessu. Í tilkynningu frá Swansea segir að Gylfi hafi ekki talið sig vera með hugann á réttum stað í ljósi aðstæðna.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram