Sýnir hvað gerist bakvið tjöldin í stjórnmálum

Eins og kunnugt er þá vinnur Jón Gnarr (sem á afmæli í dag) að sjónvarpsþáttum sem hafa fengið vinnuheitið Borgarstjórinn. Þættirnir eru pólitísk satíra og Pétur Jóhann Sigfússon kemur til með að leika aðstoðarmann borgarstjórans. Þetta kom fram í Kastljósi Sjónvarpsins.

Þetta er svona tragíkómedía. 10 þátta sería. Mér fannst vanta í íslensk sjónvarp þessa innsýn inn í stórnsýslu og stjórnkerfi eins og í dönsku þáttunum Borgen, House of Cards og svona. Og Wire auðvitað, sem ég er mikill aðdáandi.

Jón sagði að þættirnir sýni það sem gerist á bakvið tjöldin og hvernig kaupin gerast á eyrinni.

„Hvað er að gerast og svona. Mér finnst þetta mjög spennandi þættir. Ég er að hlæja að þeim sjálfur og það veit yfirleitt á eitthvað gott,“ sagði hann.

Jón hyggst sjálfur leika borgarstjórann. „Ég held að það verði svolítið sérstakt að ég leiki borgarstjórann af því ég var borgarstjóri,“ sagði hann.

„Svo myndi Pétur Jóhann Sigfússon leika aðstoðarmann borgarstjórans. Svo er ekki búið ákveða önnur hlutverk. Eða það er búið að ákveða en á eftir að tala við leikarana og spyrja hvort þeir séu lausir í þetta.“

Auglýsing

læk

Instagram