today-is-a-good-day

Tæknin stríddi Frikka Dór á stórtónleikum Rásar 2: „Mér hefur oft liðið betur eftir gigg“

Friðrik Dór og Reykjavíkurdætur urðu barðinu á tæknilegum örðuleikum á stórtónleikum Rásar 2 við Arnarhól í kvöld. Rafmagnið fór tvisvar af sviðinu áður en Reykjavíkurdætur stigu á svið og hljóðið á sviðinu virðist ekki hafa verið upp á marga fiska þegar Friðrik Dór kom fram, sem gerði honum erfitt fyrir.

Friðrik Dór sagði í samtali RÚV eftir tónleikana að allt geti gerst í beinni útsendingu. „Mér hefur oft liðið betur eftir gigg en það er erfitt fyrir alla að moka upp eftir þrefalt rafmagnsleysi á tíu mínútum með ellefu manna band á sviðinu en svona gerist bara,“ sagði hann.

Þetta er bein útsending, allt getur gerst í beinni. Við tókum þetta bara á kassann, keyrðum þetta í gegn og skemmtum okkur vel.

Þau sem sáu tónleikana tóku eftir látbragði Friðriks, sem virtist heyra illa í sjálfum sér. Hann náði sér þó á strik þegar hann flutt Í síðasta skipti, einn með kassagítarinn.

Mikil umræða skapaðist um flutning Friðriks á samfélagsmiðlum enda virtist ekki allt með felldu. Í færslu á Facebook hvatti Einar Bárðarson fólk til að halda aftur af sér í ummælunum. „Friðrik Dór er góður söngvari og frábær skemmtikraftur,“ sagði hann.

„Bandið sem spilaði með honum alveg meiriháttar. Það sem gerðist á sviðinu í kvöld er ekki á hans reikning, þetta var tæknilegs eðlis og skrifast á einhvern eða eitthvað annað en hann.“

Auglýsing

læk

Instagram