Tæplega 8.000 manns reyndu að vinna Lödu Sport: „Vinningshafinn hreinlega titraði úr gleði“

Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir hafa undanfarna daga staðið fyrir heldur óvenjulegum leik á Facebook þar sem þáttakendum gafst kostur á að vinna rússneska Lödu Sport. Dregið var í leiknum í dag en það var Kristbjörn Hilmir Kjartansson sem hafði heppnina með sér og hreppti djásnið.

Bíllinn er árgerð 2010, ekinn 100 þúsund kílómetra og rann í gegnum skoðun að sögn Þórs Bæring sem stóð fyrir leiknum. „Við sáum tvær Lödur til sölu á Brask og Brall og ákváðum að kaupa þær báðar. Önnur verður notuð sem skrifstofubíll og við ákváðum að gefa hina í tilefni HM í Rússlandi,“ segir Þór.

Auglýsing

Afhending á bílnum fór fram í beinni útsendingu á Facebook-síðu Gamanferða en nýr eigandi var að sögn Þórs gríðarlega ánægður með bílinn. „Vinningshafinn hreinlega titraði úr gleði og það var ótrúlega gaman að gefa honum bílinn.“

Eins og sjá má var Kristbjörn sáttur við nýja bílinn

https://www.facebook.com/gamanferdir/posts/2033167460033749

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing