Talið að tvíburar Beyoncé og Jay Z heiti Rumi og Sir, vilja að nöfnin verði vörumerki

Auglýsing

Beyoncé Knowles og Jay Z hafa lagt fram beiðni til bandarískra yfirvalda um að nöfnin Rumi Carter og Sir Carter verði vörumerki. Talið er að þetta séu nöfn tvíbura þeirra sem taldir eru hafa fæðst í síðasta mánuði.

Hjónin hafa ekki staðfest að börnin séu komin í heiminn, eða nöfn þeirra. Beiðnin er sögð hafa verið lögð inn til Einkaleyfa- og vörumerkjastofu Bandaríkjanna á mánudaginn. Þá er hún einnig sögð vera nákvæmlega eins og þau lögð inn vegna Blue Ivy , dóttur þeirra sem nú er fimm ára.

TMZ segir frá því að beiðnin gildi meðal annars um ilmvötn, lyklakippur, barnavagna, vatnsflöskur og snyrtivörur undir þessum nöfnum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram