Tárvotur Laddi söng Snjókorn falla í tregafullum búningi að hætti Sigur Rósar

Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, sló í gegn á jólatónleikunum Gloomy Holiday, sem fram fóru á listahátíðinni Norður og niður í gærkvöldi. Laddi tók hið vinsæla lag Snjókorn falla í nýrri og rólegri útsetningu. Tónleikarnir voru í beinni útsendingu á RÚV en hægt er að sjá fluttning Ladda hér.

Það er hljómsveitin Sigur Rós sem stendur fyrir tónleiknum en þar eru klassísk jólalög flutt í tregafullum búning að hætti sveitarinnar. Á tónleiknum í gær komu fram Björgvin Halldórsson, Sigga Beinteins, Ragga Gísla,  Alexis Taylor úr hljómsveitinni Hot Chip, Peaches, Laddi og Svala Björgvins.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing