Teri Hatcher sú eina sem slær Bertu við

Auglýsing

Nútíminn myndi að sjálfsögðu aldrei dæma fólk eftir útlitinu. En viðhorf aðdáenda sjónvarpsþáttarins Seinfeld er hins vegar annað.

Aðdáendasíðan Kramers Apartment birtir lista yfir 66 kærustur Seinfeld í þættinum. Notendur síðunnar hafa svo samviskulega gefið hverri kærustu fyrir sig stjörnur og fá þér allar einkunn, frá einum upp í tíu.

Íslenska fyrirsætan Berta María Waagfjörð er í öðru sæti listans en hún leikur ofurfyrirsætuna Bridgette í þættinum The Diplomat’s Club. Hún fær 9,12 í einkunn hjá Seinfeld-nördunum og eina „kærastan“ sem slær henni við er Teri Hatcher leikur Sidru í hinum eftirminnilega The Implant. Sidra er með 9,4 í einkunn.

Berta var farsæl fyrirsæta á sínum tíma og sat meðal annars fyrir í ítalska Vogue. Þá var hún fyrsta íslenska konan til að prýða forsíðuna á Playboy. Þó ekki bandarísku útgáfunni heldur þeirri þýsku:

Auglýsing

„Ég var 22 ára gömul og að vinna sem fyrirsæta í Ameríku,“ sagði Bertha í viðtali í Fréttablaðinu árið 2010. „Ég var náttúrlega bara í hátískunni á þessum tíma. Sat fyrir í ítalska Vogue og fleiri álíka blöðum […] Þetta var í fyrsta sinn sem ég var svona ber fyrir framan myndavélina og myndatakan var frekar artí.“

Hún hefur nú sagt skilið við fyrirsætuferilinn og er í dag þriggja barna móðir búsett í Los Angeles.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af einni einustu frétt.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram