Vonskuveður gengur nú yfir suðvesturhorn landsins og frá því snemma í morgun hafa Björgunarsveitir Landsbjargar haft í nógu að snúast. Veðrið er reyndar það vont að heitur pottur fauk af þrettándu hæð fjölbýlishúss við Hörðukór í Kópavogi og lenti á lóð leikskólans Kór við Baugakór í morgun.
Eins og venjan er þegar eitthvað gerist hér á landi tók Twitter við sér og fólk kepptist við að lýsa raunum sínum.
Það leynast hetjur þarna úti #TakkArýa
Þegar flestar kisur eru að hafa það náðugt innandyra, fer Arýa í hverja hetjuförina á eftir annarri til að bjarga rusli inn úr storminum og sýna okkur. Takk Arýa.
— byltINGA (@ingaausa) January 9, 2018
HAHA!
Sá á trampólín sem finnur.
— Steindi jR (@SteindiJR) January 9, 2018
Það eru ekki bara þakplötur og heitir pottar sem fjúka um borgina…
Ekkert að grínast með þetta rok.
Mætti þessari kusu á leið í vinnuna áðan #rokið #mumu pic.twitter.com/I2e86ofJXY— Elvarthf (@elvarthf) January 9, 2018
vá sæll Hr. Veður slap me in the face
— ? Donna ? (@naglalakk) January 9, 2018
Já frestum þessu!
Er þessum degi ekkert cancelað bara eða? Þetta veður er algjör vibbi..
— Valdís Þ. Jónsdóttir (@DaughterOfJon) January 9, 2018
Það er eitthvað jákvætt við þetta…
Ísland: Stærsta bílaþvottastöð í heimi pic.twitter.com/n9UwyvqT4k
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) January 9, 2018
#rokið
Ég þegar ég opnaði hurðina i morgun….#rokið pic.twitter.com/QKbzrwN6t1
— Rakel Logadóttir (@rakelloga) January 9, 2018
Jà Vàà
Vò, það er svo brjàlæðislega hvasst að kommurnar à hverjum sèrhljòða snùa ì vitlausa àtt…!
— Ragnar Eythorsson (@raggiey) January 9, 2018
Hugur okkar er hjá stöðumælavörðum
Legg til mínútu Twitter þögn fyrir alla þá sem eru útivinnandi í dag.
— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) January 9, 2018
Satt!
Það er víða pottur brotinn. pic.twitter.com/l41qDi9EzU
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) January 9, 2018
Þorsteinn Guðmundsson hefur fundið lausn!
Fyrir þá sem finnst óþægilegt að vera úti í roki bendi ég á að það er fullkomið logn hjá þeim sem hlaupa á nákvæmlega sama hraða og í sömu átt vindurinn.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) January 9, 2018
Hraður andvari segir hann…
Ég hjólaði í vinnuna og það var bara næs enda 8 gráðu hiti og hraður andvari
— Þossi (@thossmeister) January 9, 2018
Frábær hugmynd Haukur!
Af hverju getum við ekki bara verið siðmenntuð þjóð og viðurkennt fyrir sjálfum okkur að það koma svona 1-2 dagar á ári hérna sem það er bara öruggara og skynsamlegra að allir séu heima þar til veðrinu slotar?
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) January 9, 2018