Þekktur bloggari lofsamar Ísland í nýju myndbandi

Auglýsing

Bloggarinn Nas Daily er í heimsókn á Ísland og sendi í gær frá sér myndband frá heimsókninni þar sem hann lofsamar landið. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Nas dregur upp mikla glansmynd af Íslandi en eins og má lesa um í úttekt Fréttablaðsins þá er ekki alveg allt sem hann segir rétt.

Rúmar tvær milljónir hafa horft á myndbandið þar sem Nas segir frá Íslandi. Nas sendir daglega frá sér einnar mínútu myndbönd af ferðalögum sínum um heiminn.

Hann fer vissulega með rétt mál þegar hann segir að Ísland sé friðsælasta land í heimi en hann segir einnig að á Íslandi sé fullkomið kynjajafnrétti sem er ekki satt þrátt fyrir að hér sé jöfnuður milli kynja sá mesti í heiminum.

Auglýsing

Þá segir hann að hér sé engin spilling en Ísland er þó spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt úttekt Transparency International.

Í dag sendi Nas frá sér annað myndband frá Íslandi þar sem sögð er saga af íslensku pari sem neyddist til þess að hætta saman þegar þau komust að því að þau væru skyld. Það myndband má einnig sjá hér að neðan.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram