Þessi náungi hjólaði í vinnuna í morgun og tók ferðina upp á myndband

Þrátt fyrir vonda veðurspá og slæma færð þá hjóla Elvar Örn Reynisson í vinnuna í morgun. Elvar segir frá þessu á bloggi sínu ásamt því að birta myndband af ferðinni sem má sjá hér fyrir ofan.

„Skiljanlega viljum við ekki senda börnin okkar út í hvaða veður sem er en aldrei mætti líka vanbúnum bílum við hágæða reiðhjól,“ segir hann á blogginu.

Í morgun hjólaði ég til vinnu á Trek Superfly hjólinu mínu, ég er ekki með negld dekk á því en breið dekk og slöngulaust þannig að ég get hleypt ögn meira úr dekkjunum til að fá meira grip í snjónum.

Elvar segir að vissulega hafi reynsla og kunnáttta knapans skipt máli ásamt klæðnaðinum. Hann segir ferðina hafa gengið án vandræða. „[Ég] var ekki mikið lengur á leiðinni en vanalega. Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir.“

Auglýsing

læk

Instagram