Þorbjörg gafst upp á að bíða eftir ástarlaginu frá Vigni og greip til sinna ráða, sjáðu myndbandið

Þorbjörg Sæmundsdóttir, eiginkona tónlistarmannsins Vignis Snæs Vigfússonar, hefur beðið í tæplega tuttugu ár eftir ástarlagi sem hann sagðist ætla að semja til hennar. Á þessum tíma hefur hann samið ótal lög og gefið út metsöluplötur en lagið til Þorbjargar er enn ofan í skúffu. Vignir Snær er meðal annars þekktur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Írafár.

Hún ákvað því loks að grípa til sinna ráða og fékk hljómsveitina Evu til að semja ástarlag til Vignis fyrir sína hönd. Hljómsveitin samdi lag og texta og flutti verkið síðan í stofunni hjá Þorbjörgu og Vigni í gærkvöldi. Lagið fjallaði um bið hennar eftir laginu frá honum og má segja að tónlistarmaðurinn sé núna undir töluverðri pressu að ljúka við lagið.

Hér má sjá hljómsveitina Evu flytja lagið til Vignis

„Honum fannst þetta frábært. Þetta hlýtur að teljast góð hvatning til að klára,“ segir Þorbjörg í samtali við Nútímann um viðbrögð eiginmannsins við uppátæki hennar. Hljómsveitin Eva hefur verið í upptökum hjá Vigni að undanförnu en þær sömdu lag fyrir Reykjavík Pride í ár. Stefnt er að útgáfu lagsins í næstu viku.

Þorbjörg er verkfræðingur og fjallaði meistararitgerð hennar um úthýsingu á framleiðslu hjá Medcare, þ.e. að fela öðrum að gera verkefni sem maður er ekki nógu góður í sjálfur. Hún ákvað að yfirfæra þekkinguna sem hún aflaði sér við skrifin og bað hljómsveitina um að semja og flytja lagið.

Auglýsing

læk

Instagram