Þórdís skaut létt á borgarbúa í umferðinni: „Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó?“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er ekkert sérstaklega ánægð með ökuleikni borgarbúa í snjó ef marka má Twitter-færslu hennar frá því í morgun. „Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó? Kveðja landsbyggðin,“ skrifaði Þórdís sem lengst af hefur búið á Akranesi.

Auglýsing

Mikil úrkoma var á suðvesturhluta landsins í morgun og gekk umferðin á höfuðborgarsvæðinu mjög hægt. Rúv greindi frá því að fólk hafi verið allt að klukkutíma að komast leiðar sinnar úr úthverfum höfuðborgarsvæðisins.  

Fjölmiðlamaðurinn, Gísli Marteinn Baldursson svaraði Þórdísi og benti á að í mörgum borgum sé fólki ráðlagt að vinna að heiman á dögum sem þessum svo lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið eigi auðveldara með að komast ferða sinna.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing