Þorsteinn í Plain Vanilla var í bekk sem þótti ólíklegur til afreka

Hópurinn úr 6. R í Menntaskólanum í Reykjavík, sem útskrifaðist árið 1999, hittist á bekkjarmóti á dögunum. Á meðal þeirra sem útskrifuðust þá voru María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona, Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla ásamt leikurum, læknum, líffræðingum og tölvunarfræðingum. Fjallað er um bekkjarmótið á Vísi.

Þessi bekkur þótti ekki líklegur til afreka á sínum tíma, samkvæmt heimildum Nútímans. Þau voru á braut sem kallaðist náttúrufræði 2 sem þótti heldur auðveld leið og að minnsta kosti einum kennara þótti bekkurinn ekki líklegur til afreka. „Það var of mikill sköpunarkraftur í gangi fyrir rúðustrikaða liðið,“ segir heimildarmaður Nútímans.

Fjölmargir úr bekknum hafa nú náð langt á sínum sviðum en sérstaklega gaman er að skoða uppgang Plain Vanilla í ljósi þessara spádóma. Uppgangur fyrirtækisins hefur verið ótrúlegur. Plain Vanilla stendur á bakvið spurningaleikinn QuizUp sem er með 20 milljón notendur um allan heim.

Í desember í fyrra tilkynnti Plain Vanilla að fyrirtækið hafi safnað 22 milljónum dala frá fjárfestum, eða tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. Þorsteinn Baldur sagði af því tilefni í samtali við Mbl.is að stærstur hluti fjármagnsins yrði notaður í uppbyggingu fyrirtækisins hér á landi.

 

Auglýsing

læk

Instagram