Eins og allir ættu að vita eignuðust þau Kim Kardashian og Kanye West dóttur í vikunni. Frá því að stúlkan kom í heiminn hefur heimsbyggðin beðið í ofvæni eftir því að vita hvað litla stúlkan á að heita. Kim tilkynnti á Twitter nú rétt í þessu að stelpan heitir Chicago West.
Chicago West. https://t.co/3MyLwcIzTh
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) January 19, 2018
Þau Kim og Kanye eignuðust dótturina með hjálp staðgöngumóður en læknar höfðu ráðlagt Kim að eignast ekki fleiri börn þar sem hún glímdi við veikindi á fyrri meðgöngum. Þetta er þriðja barn þeirra hjóna en fyrir eiga þau dótturina North og soninn Saint.