Þrjú atriði úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem allir virðast vera búnir að gleyma

Auglýsing

Nútíminn valdi þrjú atriði úr stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem virðast ekki í takti við aðgerðir ríkisstjórnarinnar undanfarið.

Eftirfarandi eru beinar tilvitnanir í stjórnarsáttmálan ásamt tilvísunum í fréttir og örskýringar sem benda til þess að það mætti renna yfir það sem þar kemur fram.

 

1. „Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið.“

Ný könnun sýnir að aðeins fimm prósent þjóðarinnar telur að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu í tengslum við almenning. Litlu fleiri telja þá félaga standa vörð um hagsmuni almennings. Ríkisstjórninni hefur þó tekist að virkja samtakamátt þjóðarinnar gegn sjálfri sér þar sem fylgi hennar mælist aðeins rúmlega 30%.

2. „Með aðgerðum sínum hyggst ríkisstjórnin einnig eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum.“

Auglýsing

Ein af þessum aðgerðum er að leggja fram frumvarp sem felur sér grundvallarbreytingu á tilhögun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Samkvæmt frumvarpinu verður makrílkvóta, sem skilar tugum milljarða á ári, úthlutað til útgerðarmanna í sex ár hið minnsta. Útgerðarmönnum er því í fyrsta sinn veitt óafturkallanlegt forræði yfir aflaheimildum til lengri tíma en eins árs.

3. „Unnið verður að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar.“

Kjaradeilur eru í algörum hnút og samningar víðsfjarri hjá aðilum vinnumarkaðarins.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram