today-is-a-good-day

Þúsundir landsmanna lýsa yfir stuðningi við Báru: „Þú ert hetjan okkar“

Meðlimir í stuðningshópnum Takk Bára á Facebook eru nú komnir yfir 11 þúsund en hópurinn var stofnaður eftir að uppljóstrarann Bára Halldórsdóttir steig fram undir nafni.

Hópur til stuðnings við Báru Halldórsdóttur sem sýndi mikið hugrekki sem og þolinmæði, þegar hún tók upp þingmennina á Klaustri þann 20.nóvember síðastliðinn,“ stendur í lýsingu hópsins.

Sjá einnig: Jón Gnarr styður Báru og býðst til að hrinda af stað söfnun: „Ég skal stjórna uppboði“

Fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að Bára hefði verið boðuð í skýrslutöku hjá Héraðsdómi síðar í þessum mánuði vegna einkamáls sem þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skoða nú að höfða gegn henni. Eftir að þær fréttir bárust stækkaði hópurinn gríðarlega.

„Þessi hópur er ætlaður til þess að sýna Báru hversu þakklát við erum fyrir það sem hún gerði. Nú hafa þingmenn miðflokksins farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot Báru. Hér á að peppa Báru, styðja hana og ef þarf að safna fyrir lögfræðikostnaði/sekt,“ segir jafnframt í lýsinu en fjölmargir meðlimir hafa boðist til að taka lýst yfir stuðningi við Báru inni í hópnum með fallegum orðum.

Auglýsing

læk

Instagram