today-is-a-good-day

Tíu launahæstu fótboltamennirnir moka inn milljarði

Tíu launahæstu íslensku atvinnumennirnir í fótbolta þéna samtals tæplega 1.300 milljónir á ári. Gylfi Sigurðsson er langlaunahæsti atvinnumaðurinn en Alfreð Finnbogason er í öðru sæti. Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt í ára­móta­blaði Viðskipta­blaðsins yfir tutt­ugu launa­hæstu ís­lensku íþrótta­menn­ina.

Gylfi er með um 480 milljónir í árslaun en Alfreð er með um 140 milljónir.

Í þriðja sæti er Kol­beinn Sigþórs­son hjá Ajax með um 130 millj­ón­ir á ári. Aron Gunn­ars­son hjá Car­diff er í fjórða sæti með um 100 millj­ón­ir, Sölvi Geir Ottesen, hjá FC Ural er í fimmta sæti með 85 milljónir og Ragn­ar Sig­urðsson hjá FC Krasnodar er í sjötta sæti með um 70 millj­ón­ir í árs­laun hjá rúss­neska liðinu.

Emil Hall­freðsson, leikmaður Verona, er í sjö­unda sæti með um 70 millj­ón­ir í árs­laun, Jó­hann Berg Guðmunds­son, hjá Chart­on, er í áttunda sæti með um 68 milljónir og Birkir Bjarnason hjá Pescara er með um 58 milljónir.

Loks er Björn Bergmann Sigurðsson sem er í láni hjá Molde með um 55 milljónir í árslaun.

Auglýsing

læk

Instagram