Tobba Marinós byggir upp matarvef mbl.is, ótrúlega spennt fyrir verkefninu

Auglýsing

Rithöfundurinn og fjölmiðlakonan Tobba Marinós mun hefja störf hjá Árvakri, eiganda mbl.is og Morgunblaðsins, innan tíðar. Þar mun hún sjá um að byggja upp matarvef mbl.is.

Tobba staðfestir þetta í samtali við Nútímann.

Hún segist vera ótrúlega spennt fyrir verkefninu og þetta henti henni vel, þar sem hún ver að jafnaði fjórum til fimm klukkustundum í eldhúsinu á dag. Um fullt starf er að ræða og stefnir Tobba að því að hafa umfjöllunina sem fjölbreyttasta. „Áfram allskonar,“ segir hún og bætir við að verkefnið skýrist á næstu vikum en fyrsti vinnudagurinn hennar er í dag.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram