today-is-a-good-day

Tók viðtal við landsliðsmann Tyrkja með uppþvottabursta og allt varð brjálað

Tyrkir eru heldur betur ósáttir við móttökurnar sem karlalandslið þeirra í fótbolta fékk á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi við komuna til landsins. Tyrkland og Ísland mætast í undankeppni Evrópumótsins í fótbolta í vikunni en landsliðið var ósátt við tafir á flugvellinum í gær. Það sem hefur vakið mesta athygli er þó það að ónefndur einstaklingur tók viðtal við landsliðsmann Tyrkja með uppþvottabursta. Hatursskilaboðum hefur rignt yfir Íslendinga á samfélagsmiðlum í kjölfarið og hafa íþróttafréttamenn héðan lent sérstaklega illa í því.

Á meðal þeirra eru þeir Magnús Már Einarsson og Benedikt Grétarsson sem þurftu að senda frá sér tilkynningu um að þeir hefðu ekki staðið á bakvið athæfið. Stuðningsmenn Tyrkja hafa einnig herjað á Facebook-síðu Knattspyrnusambands Íslands og Twitter aðgang sambandsins.

Hótanirnar skipta nú fleiri þúsundum og eru sífellt fleiri Íslendingar að lenda í því að hótanir frá stuðningsmönnum Tyrkja flæði yfir aðgang þeirra. Hér að neðan má sjá myndband af viðtalinu við tyrkneska knattspyrnumanninn Emre Belozoglu þar sem einn fréttamaður sést greinilega halda á uppþvottabursta.

Auglýsing

læk

Instagram