Lögfræðingurinn Kristín Eva Geirsdóttir, sem starfar sem flugfreyja hjá Qatar Airways, segir frá því í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag þegar hún var handtekin í Katar eftir að hún kom úr flugi frá Egyptalandi og látin dúsa í þrjár sólarhringa áður en henni var sleppt. Talið var að magnesíumtöflur sem hún hafði meðferðis væru heróín.
Kristín segir í samtali við Morgunblaðið að hún hafi ekki fengar neinar útskýringar, heldur var hún klædd í búrku, handjárnuð og hent inn í bíl. „Ég hélt ég væri að fara að deyja,“ segir hún í Morgunblaðinu.
Það er lífstíðarfangelsi eða dauðadómur við eiturlyfjasmygli þarna. Þetta var algjör „terror“.
Kristín segir að hún hafi ekki fengið að hringja eða hitta lögfræðing og hún fékk ekkert að drekka fyrr en eftir tíu tíma. Þá fékk hún ekkert að borða fyrr en rétt áður en blóðprufa var tekin úr henni daginn eftir.
„Svo var mér skipað að skrifa undir einhver plögg á arabísku. Mér var bara fleygt á milli bíla og bygginga,“ segir Kristín í samtali við Morgunblaðið.