Tónlistarveita Jay-Z opnar fyrir Ísland

Auglýsing

Tónlistarveitan Tidal, sem er í eigu Jay Z og fleiri tónlistarmanna, hefur nú opnað á þjónustu sína á Íslandi. Veitan býður upp á 25 milljón lög og 75 þúsund tónlistarmyndbönd í háskerpu. Þetta kemur fram á Símon.is.

Tidal býður upp á FLAC tónlist, eða tónlist í mun meiri gæðum en á öðrum veitum eins og t.d. Spotify. Tvær áskriftarleiðir eru í boði. Almenn áskrift sem kostar 9.99 evrur á mánuði og áskrift með tónlist í FLAC-gæðum á 19.99 evrur á mánuði.

Sjá einnig: Hvað er Tidal og hvernig kemur það Jay-Z við?

Tidal-appið er komið fyrir iOS og Android en ólíkt Spotify þá er ekki boðið upp á hugbúnað fyrir tölvur heldur vefspilara á slóðinni listen.tidal.com.

Auglýsing

Tidal lofar listamönnunum hærri höfundarréttargreiðslum en sambærilegar þjónustur á borð við Spotify.

Fjölmargir frægir tónlistarmenn hafa verið kynntir sem eigendahópur Tidal: Beyoncé, Rihanna, Kanye West, Jack White, Arcade Fire, Usher, Nicki Minaj, Chris Martin, Alicia Keys, Calvin Harris, Daft Punk, deadmau5, Jason Aldean, J. Cole og Madonna ásamt Drake og meðlimum Coldplay.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram