Topp 10: Skrýtnustu hóparnir á Facebook

Auglýsing

Um 220.000 Íslendingar nota Facebook að staðaldri, eða um 70% þjóðarinnar. Það er því eðlilegt að fólk hópist saman til að spjalla um áhugamál sín inni í afmörkuðum svæðum samskiptamiðilsins.

Nútíminn tók saman topp 10 lista yfir skrýtnustu lokuðu hópana á Facebook. Athugið að það er ekkert neikvætt við að vera skrýtinn — það er nauðsynlegt.

10. Fimmaurabrandarafjelagið 
Í hópnum: 15.665

„Opinn vettvangur fyrir fólk sem er sérlega lunkið við að segja svo slæma brandara að fólk sem heyrir þá langar að deyja. Eða bara deyr,“ segir í lýsingu á hópnum sem er afar virkur. Það er bannað að vera leiðinlegur í Fimmaurabrandarafjelaginu.

Auglýsing

9. Einhverfurófsgrúppan
Í hópnum: 812

Umræða er góð og þessi færir einhverfuróf upp á yfirborðið með því að bjóða þá sem eru hvorki einhverfir eða með apserger velkomna. Inni í þessum hópi gildir að fara ekki út fyrir hópinn með það sem er sagt.

8. Kat Junkies!
Í hópnum: 1.488

Hópur fyrir þau sem finnst ekki nógu margar myndir af köttum á netinu.

7. Stofublóm inniblóm pottablóm hópurinn
Í hópnum: 1.151

Í þessum hóp er efnið pottaplöntur, inniplöntur, kerjaplöntur, stofublóm, altanplöntur og gróðurskálaplöntur af öllu tagi. Hvar skrái ég mig?

6. Íslenskir Rush aðdáendur
Í hópnum: 240

Hver hefði haldið að kanadíska hljómsvetin Rush ætti 240 aðdáendur hér á landi? Það sem er ótrúlegra er að þeir hittast í lokuðum hópi og tala um hljómsveitina.

5. Sjávarútvegsfræðingar á norðurlandi
Í hópnum: 44

Þessi hópur útskýrir sig sjálfur. Gangið í hópinn á eigin ábyrgð. Sérstaklega ef þið eruð hryggleysingjar.

4. Bílar úr Barðastrandasýsl B-bílar
Í hópnum: 984

Hér hittist fólk og skoðar bíla sem voru merktir B, áður en núverandi númeraplötur voru teknar upp. Fyrir bílaáhugamenn er þessi hópur algjör gullkista.

3. Björgum geitunum á Háafelli í Borgarfirði
Í hópnum: 3.020

Hópur fólks sem vill bjarga íslensku geitinni frá útrýmingu, hvorki meira né minna. Hver alltaf að útrýma geitum?

1-2. Rútu og Hópferðabifreiða áhugamenn
Í hópnum: 2.306

1-2. Vörubílar og flutningabílar
Í hópnum: 3.016

Þessir tveir stórkostlegu hópar deila fyrsta sætinu. Þarna kemur saman áhugafólk um rútur annars vegar og vörubíla hinsvegar, birtir myndir og spjallar saman af einlægum áhuga og þekkingu. Það er erfitt að smitast ekki af áhuganum þegar hóparnir eru skoðaðir. Án gríns.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram