Topp 5: Fréttir vikunnar á Nútímanum

Nútíminn fór í loftið á mánudaginn og hafa viðtökurnar verið framar björtustu vonum. Þúsundir hafa skoðað vefinn og fjölmargir lækað Nútímann á Facebook, fylgt honum á Twitter og komið skilaboðum til ritstjórnar í gegnum þessa miðla og aðra.

Nútíminn hefur tekið saman vinsælustu fréttir fyrstu vikunnar en þær voru jafn fjölbreyttar og þær voru margar.

 

1. Íslenskar stelpur veiddu strákana í Geordie Shore

Strákarnir í Geordie Shore voru afar ánægðir með viðtökurnar frá íslenskum stúlkum en bresku stelpurnar virkuðu mjög ósáttar. Nútíminn birti nýtt myndband úr þættinum um ferðalag Geordie Shore til Íslands í apríl. Lesa alla fréttina

 

2. PIP-púðar Ásdísar Ránar sprungur: Ekki vongóð um skaðabætur

Sílíkonpúðarnir sprungu árið 2008 og það hefur reynst erfitt fyrir hana að útvega nauðsynlegt gögn um aðgerð sem hún fór í til að skipta um púða. „Ég fór í stóra aðgerð í Búlgaríu til að skipta út sprungnu PIP-púðunum,“ segir Ásdís Rán. Lesa alla fréttina

 

3. Þingmaður lét flúra á sig flokkinn í Hollywood

Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, lét nýlega flúra á sig merki flokksins. „Allt frá því ég var kosinn á þing fyrir Bjarta framtíð var ég ákveðinn í að fá mér tattú með lógói BF — því að fyrir mér er þetta einn stærsti viðburður lífs míns,“ segir Páll Valur. Lesa alla fréttina

 

4. Of fá bílastæði fyrir World Class í 101

„Ég tel þetta húsnæði ekki henta vegna aðgengis — bílastæða — það á reyndar við um flest svæði í miðbænum,“ sagði Björn Leifsson í World Class um hugmyndir hóp, sem vill fá World Class í 101, um að opna í húsnæðinu sem áður hýsti 17. Lesa alla fréttina

 

5. Trúarofstækismaður sendi Tobbu og Kalla bréf

Nýbökuðu foreldrarnir Tobba Marinós og Karl Sigurðsson fengu á dögunum bréf frá trúarofstækismanni sem vildi minna á að Jesú gæti læknað fæðingargalla. „Slík bréf eru vægast sagt vanhugsuð,“ sagði Tobba. Lesa alla fréttina

 

Ekki missa af neinu. Lækaðu Nútímann á Facebook og fylgdu honum á Twitter.

Auglýsing

læk

Instagram