Topp 5: Mest lesnu fréttir vikunnar

Nútíminn hefur að venju tekið saman vinsælustu fréttir fyrstu vikunnar. 

5. Fréttaritstjóri 365 fluttur á sjúkrahús: Mikið slasaður eftir fall á vespu

Sigurjón M. Egilsson, nýráðinn fréttaritstjóri 365 og stjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, var fluttur á sjúkrahús eftir fall á vespu.

4. Átök á aðalfundi DV

reynir-dv

Reynir Traustason reiknar með að hætta sem ritstjóri DV eftir að ný stjórn tók við í DV ehf. á aðalfundi félagsins. Reynir varð undir þegar kosið var í nýja stjórn og að fundi loknum sögðu tveir blaðamenn á DV upp störfum. Fundurinn var afar skrautlegur og gengu hlutir í DV ehf. kaupum og sölum á servíettum.

3. Heiðari Austmann sagt upp á FM957

heidar

Heiðar Austmann hefur unnið sinn síðasta dag á útvarpsstöðinni FM957 en hann hefur starfað þar sem útvarpsmaður og síðar dagskrárstjóri í 17 ár. Það var komið að honum í niðurskurðinum, eins og hann orðar það sjálfur en hann skilur ekki við stöðina í illu.

2. Skálmöld fór aftur í hljóðver til að laga eina málvillu

skalmold

Skálmöld er á lokametrunum með nýja plötu sem kemur út í október. Bassaleikarinn Snæbjörn Ragnarsson vaknaði upp við vondan draum á dögunum þegar hann taldi að allt væri að verða klárt en hann sjálfur og fjölmargir aðrir voru búnir að lesa textana yfir án athugasemda. Það var þó ein hindrun eftir. Ein málvilla hafði slysast í bæklinginn og í upptökurnar.

1. Alfreð Finnbogason hnígur niður á sviði

alfred

Al­freð Finn­boga­son tók á dögunum við viður­kenn­ingu fyr­ir að verða marka­hæsti leikmaður hol­lensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fótbolta á síðasta tíma­bili. Alfreð skoraði 29 mörk fyrir Heerenveen en leikur nú með spænska liðinu Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni. Alfreð var með flensu þegar hann tók við verðlaununum og á myndbandi frá vef Telegraaf sést þegar hann verður hreinlega grænn í framan, hnígur niður og þarf á aðhlynningu að halda.

Ekki missa af neinu. Lækaðu Nútímann á Facebook og fylgdu honum á Twitter.

Auglýsing

læk

Instagram