Trúarofstækismaður sendi Tobbu og Kalla bréf

Auglýsing

„Ég var voða spennt að fá bréf sem handskrifað framan á,“ segir rithöfundurinn Tobba Marinós um bréf sem henni barst á dögunum.

Gleðin yfir bréfinu varði ekki lengi. Bréfið var stílað á Tobbu og fjölskyldu hennar en hún og sambýlismaður hennar Karl Sigurðsson, Baggalútur og fyrrverandi borgarfulltrúi, eignuðust á dögunum dóttur. Bréfið var frá trúarofstækismanni sem vildi minna á að Jesú gæti læknað fæðingargalla.

„Svo flæddi undarlegur boðskapur yfir mig þegar ég opnaði umslagið. Eins og sést á myndinni er mjög ósmekklega gefið til kynna að ef eitthvað sé að barninu mínu geti Jesús læknað það,“ segir Tobba. „Ekki kom fram hver sendi bréfið en ég afþakka frekari bréfasendingar með loforðum um að lækna fæðingargalla barna. Slík bréf eru vægast sagt vanhugsuð. Margir foreldrar eiga um sárt að binda vegna veikinda barna sinna og það er slæmt að reyna að vekja með þeim falsvonir um að hægt sé að lækna þau með trúnni einni.“

Veistu hver stendur fyrir þessum bréfasendingum? Láttu okkur vita.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram