Tveir enn í lífshættu eftir slysið í Eldhrauni

Tveir af þeim sem lentu í rútuslysi í Eldhrauni í fyrradag liggja enn þungt haldnir á gjörgæsludeild Landspítalans. Þá voru átta til viðbótar á spítalanum í morgun en þrír þeirra voru útskrifaðir í dag. Það er Rúv.is sem greinir frá þessu.

Sjá einnig: Aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri segir sennilegt að farþegar hafi ekki verið í bílbeltum þegar rútan valt

Auglýsing

Á meðal þeirra sem enn dvelja á sjúkrahúsinu er móðir konunnar sem lést í slysinu. Alls voru fjörutíu og fimm Kínverjar í rútunni. Hluti þeirra er á heimleið í dag og á morgun.   

Fram kemur í frétt Rúv að lögregla hafi aflað sér upplýsinga um á hve miklu hraða rútunni var ekið en það verður ekki gefið upp að svo stöddu. Unnið er að rannsókn málsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing