Auglýsing

Tveir Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi

Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta nú rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí. Það er vísir.is sem greinir frá þessu í morgun. Handtakan átti sér stað fyrir utan Hamborgarabúlluna við Dalveg í Kópavogi með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði og hinn hlaut margs konar áverka. Lögreglumennirnir, karl og kona, eru bæði við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Atvik málsins voru þau að starfsmenn Hamborgarabúlunnar höfðu óskað eftir aðstoð lögreglu vegna tveggja manna sem voru ölvaðir og með læti. Eftir að annar mannana neitaði að framvísa skilríkjum var ákveðið að handtaka hann og færa á lögreglustöð. Mennirnir veittu mótspyrnu við handtökuna sem leiddi til þess að lögreglumennirnir beittu kylfu til að yfirbuga mennina.

Freyr Jóhannsson, vaktstjóri á Hamborgarabúllunni, segir í samtali við Vísi.is að hann hafi aldrei séð annað eins. „Það leit út fyrir að lögreglumaðurinn hefði haft mjög slæma reynslu af útlendingum því um leið og maðurinn byrjaði að tala útlensku var eins og lögreglumaðurinn hefði séð rautt – eins og hann væri að búast við því versta.“ sagði Freyr.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing