Eins og greint var frá í morgun neyðist Biskup Íslands til að greiða tæpar 90 þúsund krónur í leigu fyrir embættisbústað sinn í Bergstaðastræti 75 í miðborg Reykjavíkur. Í umfjöllun kjararáðs um launakjör biskups er leigan tiltekin sem ein af forsendum launahækkunar biskups. Eftir að þessar fréttir bárust hafa notendur Twitter keppst við að gera grín að Biskup.
Nútíminn tók saman nokkur spaugileg tíst sem hlotið hafa talsverða athygli.
Gefið Agnesi frið!
Hugur minn er hjá frú Agnesi út af gestaganginum. Bara ef kristið fólk hefði einhverja staði til að hittast á, aðra en setur biskups.
— Jón Benediktsson (@jonbenediktsson) December 28, 2017
LOL! Ég er að borga 100 þúsund kr á mánuði fyrir 37 fm stúdentaíbúð og á námslánum… En ok, gellan með 1.5 millur á mánuði þarf náttla ódýrt húsnæði. Ok ok ok… cool cool cooooool! ?? https://t.co/yYrRTrLezl
— Þóra Sif Guðmunds ? (@thorasifg) December 28, 2017
Við vitum um eitt!
Er að leita að stóru einbýlishúsi í Þingholtunum til leigu. Hámark 90.000 kr. á mánuði.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) December 28, 2017
Ég vissi ekki að Biskup Íslands byggi í félagslegu húsnæði.
— Rafn Steingríms (@rafnsteingrims) December 28, 2017
Vel gert Agnes!
Biskup Íslands virðist vera að standa sig gríðarlega vel í sínu aðalstarfi, sem er að vera ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) December 28, 2017
Hefur biskup aldrei pælt í því að hætta að grafa þessa holu sem hún stendur í?
— Lárus Helgi Ólafsson (@Lallihelgi) December 28, 2017