today-is-a-good-day

Typpalengingarhulsa slær í gegn á Íslandi: „Þetta er í raun og veru bara framlenging á liminn“

Svokallaðar typpalengingarhulsur virðast vera nýjasta æðið í kynlífstækjabransanum. Hulsurnar, sem eiga að lengja og breikka getnaðarlimi karla, hafa að sögn starfsmanns kynlífstækjaverslunarinnar Evu og Adam slegið í gegn.

Hulsurnar eru gerðar úr svokölluðu CyperSkin efni sem ætlað er að líkjast mannshúð en þær koma í nokkrum húðlitum. Emelía Kristín, starfsmaður Evu og Adam, segir viðskiptavini vörunnar vera á öllum aldri. „Þetta er svokallað paratæki — sem pör geta notið en auðvitað eru það aðallega karlmenn sem eru að kaupa þetta. Þeir eru á öllum aldri,“ segir Emelía í samtali við Nútímann

Hér má sjá klassíska hulsu

 

Hún segir hulsurnar koma í mörgum stærðum og gerðum en þær kosta á bilinu tvö til tíu þúsund krónur. „Þetta er í raun og veru bara framlenging á liminn til að lengja og breikka. Svo bjóðum við einnig upp á hulsur sem einungis breikka liminn,“ segir Emelía.

Emelía segir að með hulsunni séu margir karlmenn að láta drauma sína rætast. „Marga karla dreymir um stærra typpi og þetta er frábær lausn til að láta þann draum verða að veruleika,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Instagram