Umdeilda peysan í H&M var aldrei seld á Íslandi

Eins og við greindum frá í morgun hefur sænski verslunarrisinn H&M beðist afsökunar á að hafa markaðssett og selt peysu sem á stendur „Svalasti apinn í frumskóginum.“ Fyrirtækið lét fjarlægja auglýsinguna og sömuleiðis taka peysuna úr sölu. Peysan umdeilda fór þó aldrei í sölu hér á landi.

Sjá einnig: H&M biðst afsökunar og tekur umdeilda peysu úr sölu: „Við höfum gert stór mistök“

Auglýsing

Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um málið í dag og fram kom í frétt á mbl.is að peysan hefði verið tekin úr sölu á Íslandi. Það er þó ekki rétt en Anna Margrét Gunnarsdóttir hjá samskiptadeild H&M á Íslandi og í Noregi staðfesti í samtali við Nútímann að umrædd flík hefði aldrei verið seld hér á landi.

Þrátt fyrir afsökunarbeiðni fyrirtækisins eru margir ósáttir. Einn þeirra er kanadíski tónlistarmaðurinn The Weeknd sem sagði í færslu á Twitter að hann hyggðist aldrei aftur vinna fyrir fyrirtækið.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing