Umdeildi rapparinn XXXTentacion skotinn til bana aðeins tvítugur að aldri

Rapparinn XXXTentacion var skotinn til bana tvítugur að aldri í Flórídafylki í gær. Hann var að yfirgefa mótorhjólaumboð í Miami þegar vopnaðir menn skutu á bíl hans og flýðu síðan af vettvangi. Rapparinn var úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahús.

Rapparinn var af kynslóð svokallaðara SoundCloud rappara og varð vinsæll fyrir hrá og hörkuleg lög en líka fyrir að rappa um þunglyndi og andlega vanlíðan sína. Þegar vinsældir hans fóru að aukast tók tólistariðnaðurinn eftir og í október á síðasta ári fékk hann plötusamning við Caroline Records. Fyrsta plata hans náði öðru sæti á vinsældarlistum í Bandaríkjunum.

XXXTentacion var afar umdeildur og átti yfir höfði sér 15 ákærur fyrir mismunandi glæpi þegar hann dó, meðal annars fyrir að beita ólétta kærustu sína ofbeldi og áreita hana.

Hann átti erfiða æsku og var alin upp af fjölskyldumeðlimum þar sem foreldrar hans voru fjarverandi mest alla barnæsku hans. Hann átti í vandræðum með skap og var ofbeldisfullur í skóla. Eftir að hafa verið rekinn úr miðskóla beindi hann orku sinni og reiði að tónlistinni.

Í umfjöllun The Guardian kemur fram að síðasta ár hafi stormasamt fyrir rapparann en vinsældir hans jukust gríðarlega og nýjasta plata hans, ?, náði á topp Billboard-vinsældarlistans í Bandaríkjunum. Tónlist hans var bönnuð á Spotify vegna stefnu streymisveitunar gegn hatursfullri hegðun og plötuútgáfufyrirtæki hans skildi við hann. Hann var ákærður fyrir að ráðast á ófríska barnsmóður sína og fyrir að skemma sönnunargögn.

Hann fór í fangelsi fyrir að beita barnsmóður sína hrottalegu ofbeldi og ræna henni en vinsældir hans jukust aðeins á meðan hann sat inni. Hann vann með fremstu framleiðendum í tónlistariðnaðinum, meðal annars Diplo, og gerði tvær plötur þegar hann kom úr fangelsi, sú síðari fór á topp Billboard-vinsældarlistans.

Mesti smellur rapparans var lagið SAD!

Stórlaxar í tónlistariðnaðinum, meðal annars Diplo og Diddy, hafa minnst rapparans síðasta sólarhring

Þrátt fyrir að vera gríðarlega hæfileikaríkur tónlistamaður var hann einnig ofbeldismaður

Auglýsing

læk

Instagram