Auglýsing

Umdeildur knattspyrnustjóri smakkaði mat á Oddsson, David Moyes mætti með bróður sínum

David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, gæddi sér á kræsingum á nýjum veitingastað á Oddsson hostel, sem opnar á næstunni í JL-húsinu.

Moyes hefur verið afar umdeildur undanfarin misseri en hann var arftaki sir Alex Ferguson sem knattspyrnustjóri Manchester United þegar farsælum ferli þess síðarnefnda lauk árið 2013. Hann starfaði ekki lengi fyrir liðið og ári síðar var búið að reka hann þar sem árangurinn var ekki upp á marga fiska.

Heimildir Nútímans herma að Moyes sé staddur á Íslandi ásamt bróður sínum, umboðsmanninum Kenny Moyes, sem var umboðsmaður Arnars Gunnlaugssonar á sínum tíma.

Arnar og Bjarki, bróðir hans, eru á meðal þeirra sem koma að félaginu JL Holding sem á bygginguna en Margrét Ásgeirsdóttir athafnakona og Sturla Sighvatsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri leigufélagsins Heimavellir, eru einnig í hluthafahópnum.

Rúmt ár er síðan eigendur JL-hússins tilkynntu að þeir ætluðu að opna þar samblöndu glæsihótels og gistiheimilis í húsinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing