Ungur maður í mjög annarlegu ástandi réðst á foreldra sína á heimili þeirra í Hlíðahverfi Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Ungi maðurinn er jafnframt sagður hafa ógnað foreldrum sínum með hnífi áður en hann var handtekinn á staðnum. Maðurinn var fluttur í fangageymslu þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér. Hann verður yfirheyrður síðar í dag.