Unnur með barn á brjósti í ræðustól á Alþingi, ekki kunnugt um að þetta hafi gerst áður

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar-og menntamálanefndar, mætti með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis þegar hún kvaddi sér hljóðs í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin í dag.

RÚV greindi fyrst frá málinu. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Helga Bernódussyni, skrifstofustjóra Alþingis, er ekki kunnugt um að alþingismaður hafi áður tekið barn með sér í ræðustól.

Unnur Brá og kærasti hennar, Sigurður Ingi Sigurpálsson, eignuðust dóttur 1. september.

Auglýsing

læk

Instagram