Útkljáum þetta í eitt skipti fyrir öll: Pylsa eða pulsa?

Þjóðverjinn Klaus Ortlieb opnaði á dögunum pulsuveitingastað sem ber bæði nafnið Pulsa og Pylsa. Viðskiptavinir velja nafn. Hann rekur einnig nokkur hótel í Þýskalandi, New York ásamt Hlemmi Square þar sem veitingastaðurinn verður staðsettur.

Í viðtali við Fréttablaðið sagði hann úrvalið af pylsum hér á landi heldur aumkunarvert.

Ég veit hvað margir taka rökræðuna um hvort er réttara mikið inn á sig og ég vildi auðvitað ekki móðga neinn svo að ég ætla að leyfa viðskiptavinunum að ráða hvað þeir kalla staðinn.

Í gegnum árin höfum við notað bæði pylsa og pulsa yfir þjóðarréttinn. Málfræðin og Vísindavefurinn segja að pylsa sé hið rétta en látum við segja okkur fyrir verkum? Eigum við ekki að útkljá þetta í eitt skipti fyrir öll?

Hvort er það?


Auglýsing

læk

Instagram