Útskýrir eldfjallablæti Íslendinga á vef BBC

„Ég stilli vekjaraklukkuna á klukkan sex á hverjum morgni. Ekki til að stökkva í sturtu, heldur til að skoða allar vefsíður með eldfjallafréttum frá heimalandi mínu, Íslandi,“ skrifar fjölmiðlakonan Þóra Arnórsdóttir á vef BBC í dag.

Í pistli sínum útskýrir Þóra fyrir heiminum hvað það er við eldgos sem heillar Íslendinga. Þá útskýrir hún eldgosið í Holuhrauni og setur í samhengi við síðasta gos í Eyjafjallajökli.

„Jafnvel þótt afleiðingar eldgosa í gegnum tíðina séu hræðilegar, þá elska Íslendingar eldfjöllin sín. Þeir nefna dætur sínar eftir þeim; Hekla og Katla,“ skrifa Þóra. „Þeir bera virðingu fyrir eldfjöllunum. Það er eitthvað svo mikilfenglegt við eldfjöll, eins og að vera með ljón í húsinu sínu. Við vitum að það er hættulegt, en við höfum lært að lifa með því.“

Smelltu hér til að lesa pistil Þóru.

Auglýsing

læk

Instagram