Auglýsing

Valdimar kom aftur ísbúðina og er nú á heimleið, fannst heill á húfi

Valdimar Svavarsson, íslenskur karlmaður sem ekkert hafði spurst til síðan 10. september, er kominn í leitirnar. Hann er heill á húfi en þurfti að sofa á götum úti síðustu nætur.

Síðast spurðist til hans þegar hann kom í ísbúð og fékk að hringja í bróður sinn. Þegar hann rataði aftur í sömu ísbúð í gær fóru hjólin að snúast og fór systir hans út til hans samdægurs til að sækja hann. mbl.is greinir frá. 

Sjá einnig: Valdimars sást síðast 10. september, sást síðast í ísbúð á Spáni

Systir mannsins segir í samtali við mbl.is að bróðir henn­ar hafi snúið aft­ur í sömu ísbúð í gær og þá gat hann látið vita af sér. „Ég fór sam­dæg­urs út og svo erum við að redda pass­an­um, og við erum að hitta ræðismann­inn,“ seg­ir hún og bæt­ir við að þau muni fljúga aft­ur heim til Íslands annað kvöld.

Hún seg­ir að það hafi verið erfiður tími fyr­ir fjöl­skyld­una á meðan ekk­ert spurðist til Valdi­mars. Sem bet­ur fer amaði ekk­ert að hon­um, en hann hafði hins veg­ar þurft að gista ut­an­dyra und­an­farn­ar næt­ur eft­ir að hafa þurft að yf­ir­gefa hót­elið sem hann gisti á.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing