today-is-a-good-day

Veitingastaðurinn Ali Baba tjáir sig um stóra Birgittu Haukdal málið: „Elskar hjúkrunarfræðinga og Írafár“

Veitingastaðurinn Ali Baba, sem opnaður var við Ingólfstorg árið 2009 hefur sent frá sér tilkynningu á Facebook þar sem fram kemur að staðurinn elski bæði hjúkrunarfræðinga og hljómsveitina Írafár. Sjáðu tilkynninguna hér að neðan.

Sjá einnig: Tíu bestu færslur Ali Baba á Facebook: „Allir sem koma til Ali Baba í dag fá frítt nýtt kærasta, árskort í sund og shawerma roll

Bæði hjúkrunarfræðingar og Birgitta Haukdal, söngkona Írafár hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir að í ljós kom að hjúkrunarfræðingur var kallaður hjúkrunarkona í nýjustu barnabók Birgittu.

Málið hófst þegar Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur birti færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi orðaval Birgittu og klæðnað umrædds kvenkyns hjúkrunarfræðings.

Birgitta tjáði sig svo um málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Þar sagðist hún miður sín yfir því að hafa sært einhverja. „Mér þykir það ótrúlega leitt ef ég hef sært einhvern með því að nota þetta orð hjúkrunarkona,“ sagði Birgitta í þættinum.

Ali Baba elskar alla!

Ali Baba elskar hjúkrunarfræðingar og Írafár <3 😀

Posted by Ali Baba on Miðvikudagur, 21. nóvember 2018

Auglýsing

læk

Instagram