today-is-a-good-day

„Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís“ 

„Mér finnst þetta ein­stakur staður á lista­sviðinu. Við veitum mörgum verk­efnum rými sem gætu senni­lega ekki fundið neinn annan stað, verk­efni sem koma fyrst fram hér.“

Þetta segir Diego Man­at­rizio sem sér um alla tón­listar­við­burði í einu rýminu í gamalli skemmu í Skerjafirði. Íbúar þar í grennd hafa ítrekað kvartað í borgaryfirvöld vegna hávaða sem hefur borist frá tónleikahaldi í skemmunni. Borgin hefur nú bannað allt viðburðahald þar, en frá þessu greinir Vísir.

List­fé­lagið Klúbburinn sem gerði samning við borgina fyrir tveimur árum um að fá að leigja rýmið. Samningurinn var gerður undir verk­efni borgarinnar Skapandi borg. Húsin sem um ræðir er stað­sett á vinnu­svæði við Skelja­nes. Það var áður notað undir starf­semi Skeljungs. Tals­menn lista­fé­lagsins segja það hafa komið flatt upp á sig þegar borgin á­kvað ný­lega að taka fyrir við­burða­hald þar. Síðasta eitt og hálfa árið hafa verið haldnir alls kyns tón­leikar, rave og leik­sýningar í húsunum.

„Það lá fyrir að þetta rými var út­hlutað lista­mönnum til að æfa og setja upp list­ræna við­burði. Það var í samningnum,“ segir Urður Bergs­dóttir, ein af þeim sem sér um Tóma rýmið svo­nefnda, eitt af þeim rýmum sem hópurinn heldur úti á svæðinu.

Vonast hópurinn til að borgin stígi inn í og veiti þeim nauð­syn­legt fjár­magn til að bæta húsið og gera það við­burða­hæft. Þá mælir Urður:

„Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís“

 

 

Auglýsing

læk

Instagram