Viðskiptavinum vísað frá bensínstöð Costco eftir að rafmagn fór af stöðinni

Uppfært: Búið er að opna stöðina á ný

Auglýsing

Viðskiptavinir sem ætluðu að kaupa eldsneyti hjá bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ þurftu frá að hverfa í dag eftir að rafmagn fór af stöðinni. Viðskiptavinur segir töluverða ringulreið hafa skapast við stöðina. 

Viðskiptavinur Costco sem Nútíminn ræddi við segir að starfsmenn hafi verið í óða önn að að vísa fólki frá þegar hann ætlaði að kaupa eldsneyti en nokkrir bílar voru komnir að dælunum þegar rafmagnið fór af. Hann segir að töluverð ringulreið hafi skapast við stöðina.

Hjá Costco fengust þær upplýsingar að rafmagn hefði farið af stöðinni með þeim afleiðingum að ekki var hægt að selja eldsneyti. Starfsmaður fyrirtækisins sagði jafnframt að unnið væri að viðgerð á stöðinni og að hún myndi opna um leið og búið væri að koma rafmagni aftur á. 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing