Viðlíka virkni aldrei sést á mælum

Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, er í viðtali í Fréttablaðinu í dag um eldgosið í Holuhrauni. Hann segir meðal annars að Almannavarnir og vísindamenn séu að vonum áhyggjufullir yfir sumum sviðsmyndanna sem teiknaðar hafa verið upp um hvað gerist næst.

Viðlíka skjálftavirkni og er nú í eldfjallinu og hreyfingar í öskjunni hafa ekki sést fyrr á mælum hér á landi. Fleiri en ein leið er til að túlka og skýra atburðina. Það er þó ekki brýnt í bili og líka rétt að láta allar spár eiga sig, en gera engu að síður ráð fyrir að mjög öflugt gos geti hafist í Bárðarbungu sjálfri. Eins, og jafnvel samtímis, að gjósi undir Dyngjujökli og á íslausu landi og þá einnig mun meira en í augnablikinu. Það er heldur ekki fullvíst að hamfarir í Bárðarbungu hafi mikil áhrif á Holuhraunsgosið úr stóru kvikufylltu sprungunni, eða bergganginum. En auðvitað getur gos í Bárðarbungu orðið minna en verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir.

Ari Trausti segir að áhrif á t.d. flugsamgöngur gætu orðið verulegar ef stórgos sé að ræða en ítrekar að sagan kenni það eitt að engu er hægt að spá, aðeins skoða möguleika. „Hins vegar er fyllilega eðlilegt að horfa með áhyggjusvip á eldstöðvakerfið allt, efla enn eftirlit, rannsóknir og samstarf, eins og þegar er orðið, og ræða viðbrögð við nokkrum sviðsmyndum sem geta orðið að veruleika, ásamt skipulagningu viðbragðanna,“ segir hann. „Við höfum verið sæmilega heppin með eldvirknina, hvað stærð gosa varðar, allt frá Öskjugosinu og Sveina­gjáreldum árið 1875, en eldfjallasagan kennir að við stórum atburðum má búast á örfárra alda fresti og við það verðum við að búa.“

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Ara Trausta.

Auglýsing

læk

Instagram