Vilborg Arna komst á topp Everest: „Það er tryllt að vera hérna!“

Auglýsing

Göngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp Everest klukkan 3.15 í nótt að íslenskum tíma. Hún er fyrsta íslenska konan sem kemst á topp Everest en alls hafa sjö Íslendingar komist á toppinn á þessu hæsta fjalli heims.

Tómas Þór Veruson, kærasti Vilborgar Örnu, sá um að uppfæra Facebook-síðu hennar þegar hún var á leiðinni upp. Hann segir að hljóðið hafi verið gríðarlega gott í henni og að allt hafi gengið vel.

Spurð hvort hún væri í skýjunum sagði Vilborg að þetta væri geðveikt. „Það er tryllt að vera hérna!“ sagði hún.

Everest er 8.848 metra hátt en Vilborg hefur tvisvar sinnum áður reynt að komast á toppinn. Árið 2013 var hún í grunnbúðunum þegar snjóðflóð féll og sextán manns létust. Árið 2015 var hún einnig komin í grunnubúðirnar þegar mannskæður jarðskjálfti stöðvaði för hennar.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram