Vilhjálmur Bjarnason reyndi að hylma yfir uppákomu Ásmundar Einars

Auglýsing

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, reyndi að hylma yfir það sem átti sér stað í flugi Wow Air til Washington á dögunum þegar þingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason ældi yfir farþega og innréttingar vélarinnar. Þetta kemur fram á vef DV.

Sjá einnig: Ölvaður Ásmundur ældi út um allt í flugi Wow Air

Ásmundur var þá búinn að viðurkenna í frétt DV að hafa „ælt yfir allt“ en hafnaði að hafa verið undir áhrifum áfengis. Nútíminn greindi í kjölfarið á því að hann hafi verið drukkinn.

Síðan þá hafa farþegar í vélinni og flugfreyja stigið fram og fullyrt að Ásmundur hafi verið mjög ölvaður. Í frétt á Stundinni kemur meðal annars fram að farþegar í vélinni hafi þurft að skipta um föt eftir að Ásmundur ældi yfir þá.

Auglýsing

DV greinir frá því að eftir að fyrsta frétt um málið var birt á vef blaðsins hafi Vilhjálmur Bjarnason haft samband. Hann sagðist hafa setið nálægt Ásmundi, sem hafi „alls ekki“ verið ölvaður og kastað upp um borð. „Hann hélt því í rauninni fram að ekkert hefði gerst um borð,“ segir í frétt DV.

Ásmundur var á þessum tímapunkti búinn að viðurkenna að hafa ælt í fluginu.

Ásmundur og Vilhjálmur voru í ferð utanríkismálanefndar Alþingis til Washington. Nefndin átti fundi með fulltrúum utanríkismálanefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins, utanríkisráðuneyti, varnarmálaráðuneyti, viðskiptafulltrúa, Alþjóðabankanum og hugveitunni Atlantshafsráðinu.

Með í för voru einnig Birgir Ármannsson formaður, Elín Hirst, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Birgitta Jónsdóttir.

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Sænsk möndlukaka

Sænsk möndlukaka

Instagram