Veggurinn á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu 4 hefur verið mikið til umræðu síðustu daga eftir að ákveðið var að fjarlægja mynd af sjómanni sem prýddi húsið. Myndin var hluti verkefnisins Veggjaskáldskapur sem sem fram fór í aðdraganda Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar árið 2015.
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, býr í Skuggahverfinu en hann var „háværasti andstæðingur“ myndarinnar samkvæmt fréttum Rúv. Þar segir að Hjörleifur hafi sent nokkra pósta á byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar vegna myndarinnar.
Enginn vill þó kannast við að hafa látið fjarlægja listaverkið en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagðist í samtali við Vísi vera ósátt við að listaverkið hafi verið fjarlægt.
Íslendingar virðast hafa líkað vel við myndina og margir vilja sjá nýtt listaverk á veggnum. Nokkrum skemmtilegum hugmyndum hefur verið kastað fram á samfélagsmiðlum og Nútíminn tók saman það besta.
Sjómaður fyrir sjómann?
— Tómas (@tommisteindors) August 16, 2017
Þetta myndi amk vekja athygli…
Bara pæling pic.twitter.com/ugjdQaaWem
— Stefán Snær (@stefansnaer) August 16, 2017
Er þetta eitthvað?
— Kristján Gauti (@kristjangauti) August 16, 2017
Berglind Festival vill sjá mynd af sér og Gísla Marteini á veggnum
— Berglind Festival (@ergblind) August 16, 2017
Bragi Valdimar neglir þetta!
Ég heimta erótíska flennimynd af nöktum Hjörleifi Guttormssyni í fangbrögðum við kolkrabba á Sjávarútvegshúsið.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) August 16, 2017
Allir sáttir?
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10212042505809744&set=a.1097958500974.15581.1586979597&type=3&theater