Villi Vampíra tekin úr hillum á skólabókasöfnum, eitt safn tekur allar Gæsahúðarbækurnar úr umferð

Auglýsing

Allar Gæsahúðarbækurnar eftir rithöfundinn Helga Jónsson hafa verið teknar úr umferð á Bæjarbókasafni Ölfuss . Verið er að fara í gegnum þær og þær bækur sem verða afskráðar fara beint í ruslið. Þá verður einnig farið vandlega í gegnum unglingabækur eftir höfundinn.

Þetta segir Árný Leifsdóttir, starfsmaður bókasafnsins, í samtali við Nútímann.

Sjá einnig: Foreldrar steinhissa á grófum lýsingum í Gæsahúðarbók fyrir 12 ára börn

Nútíminn greindi frá því í gær að foreldrar barna og unglinga sem hafa lesið bókina Gæsahúð fyrir eldri – Villi vampíra virðast ekki hafa haft hugmynd um að þar væri meðal annars sagt frá því þegar unglingsdrengur reynir að þvinga fjórtán ára stúlku til að hafa samfarir við sig. Á heimasíðu útgáfunnar Tinds kemur fram að bókin sé fyrir tólf ára og eldri.

Auglýsing

Hagaskóli, Langholtsskóli, Salaskóli, Áslandsskóli og fleiri skólar á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið bókina úr umferð eða munu taka hana úr umferð þegar hún skilar sér úr útláni eftir umfjöllun gærdagsins.

Höfundar bókarinnar sagði í samtali við Stundina í gær að ekki væri hægt að taka fyrir það að einhver bókanna hafi farið yfir strikið. Hann segist aldrei áður hafa fengið gagnrýni vegna bókarinnar.

„Þessar Gæsahúðar-bækur voru skrifaðar fyrir þennan aldur og það komu nokkrar bækur út sem fjölluðu um ýmis konar efni. Það var allskonar, það má kalla það óhugnað. En það var tekið fram á sínum tíma, líka fyrir yngri, að í rauninni væru þetta óraunverulegar bækur,“ sagði Helgi í samtali við Stundina.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram